VINNUVER
Myndir ©kaa ehf. © Nanne Springer
VINNUVER
Í Vinnuveri starfa Starfsendurhæfing Vestfjarða, Vesturafl – geðræktarmiðstöð og Fjölsmiðjan á Ísafirði. Starfsendurhæfing Vestfjarða þjónustar einstaklinga sem eru ekki á vinnumarkaði vegna heilsubrests, en þarfnast endurhæfingar til að komast aftur í vinnu. Markmið Vesturafls er að rjúfa félagslega einangrun og þangað eru allir velkomnir sem telja sig geta nýtt þjónustuna. Fjölsmiðjan var stofnuð haustið 2016 og verður vinnusetur fyrir atvinnulausa og ungmenni sem eiga örðugt með að fóta sig í námi og / eða á vinnumarkaði. Í Fjölsmiðjunni er m.a. rekinn nytjamarkaður og flöskumóttaka. Auk þess er í húsinu eldhús og vinnustofur fyrir ýmist handverk.